453 7935 hofsos@hofsos.is
  • Íslenska
  • English

  • This page needs to be translated

    Ættfræði- og upplýsingastofan

    Það lét nærri að fimmti hver Íslendingur flytti til Norður-Ameríku milli 1870 og 1914, sem þýðir, að næstum hver Íslendingur í dag á skyldfólk vestanhafs. Það er því ekki að undra, að frumkvæði sem veitir aðgang að tengslum og upplýsingum sé bæði Íslendingum og afkomendum landnemanna fagnaðarefni. Það er eðlilegt að fólk sé áhugasamt að rekja ættir sínar og finna skyldmenni sín og rætur. Setrið býr yfir góðum gagnagrunni í tölvum sínum og prentuðu máli sem gerir mögulegt að aðstoða fólk í þessari leit sinni. Einnig vinnur sagn-og ættfræðingurinn Nelson Gerrard við rannsóknir og upplýsingagjöf á Setrinu hluta úr ári. Oft hefur tekist að tengja skyldmenni þótt samband hafi verið rofið í margar kynslóðir. Sérstök áhersla er lögð á að stofna til vináttu- og menningartengsla við afkomendur landnemanna.

    Bókasafnið

    Bókasafn setursins er til húsa í Frændgarði og geymir að meginstofni bækur sem fjalla um landflutningatímabilið 1870 til 1914 og fróðleik um brottflutninginn, ættfræði og landnámið vestanhafs. Margar þessara bóka eru gjafir frá velunnurum setursins á Íslandi og í Ameríku. Safnið hentar jafnt til afnota lærðum sem leikum.